fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Rannsökuðu hvort Peter Madsen hafi banað Emilie Meng

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 05:40

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti þrisvar sinnum hefur danska lögreglan rannsakað hvort Peter Madsen tengist morðinu á Emilie Meng sem var myrt í júlí 2016. Hún var 17 ára. Hún hvarf þegar hún var á leið heim eftir næturskemmtun. Lík hennar fannst síðan í desember sama ár fjarri þeim stað þar sem hún sást síðast. Peter Madsen myrti sænsku fréttakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum Nautilius í ágúst 2017.

Í gær kom bókin „Emilie Meng – Pigen der forsvandt“ út í Danmörku en tveir blaðamenn B.T. skrifuðu hana. Í bókinni fara þeir yfir málið og varpa ljósi á suma þeirra sem lágu undir grun í málinu. Í umfjöllun B.T. kemur fram að lögreglan hafi að minnsta kosti þrisvar rannsakað hvort Madsen tengist morðinu á Meng.

Kim Wall og Peter Madsen.

Sjónir lögreglunnar eru sagðar hafa beinst að ákveðnum líkindum í málunum. Líkum beggja kvennanna var komið fyrir í vatni þegar þær höfðu verið myrtar. Madsen er einnig sagður hafa haft aðgang að hvítum sendibíl sem passar við þá lýsingu sem lögreglan gaf á bíl sem gæti tengst málinu. Sendibíllinn var margoft nefndur til sögunnar við réttahöldin yfir Madsen vegna morðsins á Kim Wall.

Enginn dómur er kveðinn upp í bókinni og Madsen ekki sagður sekur um morðið á Meng en einfaldlega skýrt frá því að hann hafi verið til rannsóknar vegna hugsanlegra tengsla við málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi