fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Háttsettur norskur lögreglumaður dæmdur í 21 árs fangelsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn staðfesti áfrýjunarréttur, Lögmannsréttur, í Osló 21 árs fangelsisdóm yfir Eirik Jensen fyrrum yfirmanni hjá lögreglunni. Hann var fundinn sekur um umfangsmikla spillingu og aðild að fíkniefnasmygli. Dómurinn staðfesti þar með niðurstöðu undirréttar í Osló frá 2017.

Jensen sagði við dómsuppkvaðningu að hann muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Hægt er að áfrýja dómum Lögmannsréttarins til Hæstaréttar en aðeins að því er varðar þyngd refsingar, málsmeðferð og lagaákvæði. Mat á sönnunarbyrði og sekt eða sýknu er hjá Lögmannsréttinum sem hefur endanlegt orð um þá þætti.

Við dómsuppkvaðninguna á föstudaginn sagði Mette Trovik, dómari, að hún tryði ekki einni einustu af þeim skýringum sem Jensen kom með fyrir dómi. Að dómsuppkvaðningu lokinni komu óeinkennisklæddir lögreglumenn og  fluttu Jensen á brott.

Jensen, sem er 62 ára, stýrði áður þeirri deild lögreglunnar sem rannsakar fíkniefnamál og mál skipulagðra glæpagengja. Foringi stórs hóps fíkniefnasmyglara, kallaður hassbaróninn, hefur játað að hafa smyglað miklu magni af hassi til Noregs á 20 ára tímabili og að það hafi verið hægt vegna þess að Jensen aðstoðaði hann með því að senda honum dulmálsskilaboð.

Hassbaróninn, sem heitir Gjermund Cappelen, fékk tveggja ára mildun á þeim dómi sem hann fékk fyrir fíkniefnasmygl fyrir að skýra frá þætti Jensen. Cappelen þarf að afplána 13 ára dóm.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca