fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Dönsku hægriflokkarnir vilja banna bænaköll múslima

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 05:50

Hamad Bin Khalifa Civilization Center moskan í Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin heilaga hátíð múslima, Ramadan, hófst þann 24. apríl ómuðu bænaköll múslima úr hátölurum sem hafði verið komið fyrir á knattspyrnuvelli í Gellerup í Árósum. Bænaköllin voru skipulögð af forsvarsmönnum Fredens moskunnar sem var lokuð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En bænaköllin á knattspyrnuvellinum virðast ætla að draga dilk á eftir sér því þau hrundu af stað heitri umræðu sem hefur nú náð alla leið inn á danska þingið.

Hægriflokkarnir hafa nú sameinast um kröfu um að bænaköll verði bönnuð. Fram að þessu hafa það aðeins verið Danski þjóðarflokkurinn og Nye Borgerlige, sem eru flokkarnir lengst til hægri, sem hafa viljað banna bænaköllin með lögum. En nú hafa aðrir hægriflokkar tekið undir þessa kröfu.

BT hefur eftir Marcus Knuth, talsmanni De Konservative í útlendingamálum, að Danmörk sé kristið land og það verði að vernda sérstöðu þjóðkirkjunnar. Það gangi ekki upp að hringja þurfi kirkjuklukkum í kappi við bænaköll frá moskum. Hann benti á Svíþjóð sem dæmi um víti til varnaðar:

„Við megum ekki enda eins og Växjö í Svíþjóð þar sem bænaköll á arabísku glymja úr hátölurum yfir sænsku húsþökin.“

Danski þjóðarflokkurinn og Nye Borgerlige lögðu fram tillögu á danska þinginu um bann við bænaköllum á fimmtudaginn. Venstre, stærsti hægriflokkurinn, lýsti þá yfir stuðningi við tillöguna.

Hjá Danska þjóðarflokknum gleðst fólk yfir stuðningnum.

„Það er óumdeilt að múslimar, sem búa hér, reyna að þvinga trú sinni og menningu inn í danskt samfélag. Þetta er svo eyðileggjandi og mikið áhyggjuefni að hinir hægriflokkarnir geta ekki lengur hunsað þetta.“

Sagði Morten Messerschmidt, talsmaður flokksins í málefnum ESB, í samtali við BT.

Þegar hann var spurður af hverju það væri svo hættulegt að leyfa moskunum að kalla til bæna eins og þjóðkirkjan gerir á sunnudögum í landi þar sem trúfrelsi ríkir var svarið:

„Já, en við erum ekki með trúfrelsi. Danmörk er kristið land og við getum ekki leyft íslam að ná fótfestu á opinberum vettvangi. Þetta snýst um að vernda sjálfsmynd ættjarðar okkar.“

Ekki er þó að sjá að tillagan verði samþykkt því svo lengi sem minnihlutastjórn jafnaðarmanna og stuðningsflokkar hennar eru á móti því nær hún ekki tilskildum meirihluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir