fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Lögreglan staðfestir grunsemdir tengdar Carole Baskin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 07:00

Carole Baskin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Exotic er aðalpersónan í heimildamyndaþáttaröðinni Tiger King en erkióvinur hans Carole Baskin kemur einnig mikið við sögu. Hún hefur eiginlega verið jafn mikið til umræðu hjá fólki og Joe í tengslum við sýningu þáttanna. Það sem hefur aðallega verið umræðuefni er dularfullt hvarf eiginmanns hennar, Don Lewis.

Hann hvarf sporlaust í ágúst 1997 og hefur ekki fundist eða neitt komið fram sem gæti skýrt hvarf hans. Sumir hafa haldið því fram að Carole Baskin hafi staðið á bak við hvarf hans og jafnvel að hún hafi látið stóru kattardýrin sín éta hann.

Í tengslum við þetta hefur því verið haldið fram að erfðaskrá Lewis, sem var auðmaður, sé fölsuð. Nú hefur lögreglan í Flórída staðfest þetta að sögn Variety. Chad Chronister, lögreglustjóri, segir þó að þetta séu ekki ný tíðindi fyrir lögregluna.

„Tveir sérfræðingar hafa metið það sem svo að erfðaskráin sé fölsuð en það vissum við þegar.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Chronister tjáir sig um þetta dularfulla mál. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Don Lewis, sem var úrskurðaður látinn 2002, hafi verið myrtur.

Fáir utan heims hinna miklu kattaelskenda, sem fylgst er með í Tiger King, höfðu heyrt um Joe Exotic og Carole Baskin áður en þáttaröðin sló í gegn á Netflix og hvað þá deilur þeirra og hatur þeirra í garð hvors annars.

Í þáttaröðinni er gefið í skyn að Baskin gæti hafa átt hlut að máli hvað varðar hvarf Lewis.

Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem sérfræðingar staðfesta að erfðaskráin sé fölsuð. Í maí sagði vinur Lewis, Joseph Fritz, að tveir rithandarsérfræðingar hefðu staðfest að undirskriftin í erfðaskránni væri eftirprentun af undirskriftinni á giftingarvottorði hjónanna.

Þessar staðfestingar gagnast lögreglunni ekki því málið var fyrnt þegar staðfest var að erfðaskráin væri fölsuð.

Baskin var líklega síðasta manneskjan sem sá Lewis á lífi. Hún hefur alla tíð þvertekið fyrir að vera viðriðin hvarf hans. Talið er að Lewis hafi átt um 10 milljónir dollara þegar hann hvarf. Peningarnir runnu allir til Baskin því engir aðrir ættingjar hans voru nefndir í erfðaskránni.

Þrátt fyrir að málið sé fyrnt hvað varðar opinberan málarekstur þá geta ættingjar Lewis höfða einkamál. Ef það verður gert og niðurstaðan verður að erfðaskráin sé fölsuð þá þarf Baskin að endurgreiða arfinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“