fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Kórónuveirufaraldurinn á undanhaldi í Bandaríkjunum – Birtist nú á undarlegustu stöðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er nú byrjað að létta á þeim hömlum sem voru settar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í heildina fer smittilfellum fækkandi í landinu, sérstaklega vegna þess að faraldurinn virðist standa í stað í New York þar sem hann var verstur.

Þriðjungur staðfestra smittilfella í landinu hefur verið í New York og nágrannaríkjunum New Jersey og Connecticut. Þar hefur einnig helmingur allra dauðsfalla af völdum veirunnar í landinu verið skráður.

New York Times segir að nú sé veiran farin að dreifa meira úr sér í strjálbýlli ríkjum og þar fer smitum fjölgandi. Nú eru lítil og fámenn samfélög farin að rata í fréttirnar vegna smittilfella. Má þar nefna Trousdale í Tennessee, Dakota í Nebraska og Lincoln í Arkansas. Þetta eru þau svæði þar sem flest smit hafa nú greinst miðað við höfðatölu.

Á þessum svæðum hafa smit brotist út á svæðum þar sem lítið sem ekkert var um smit þar til nýlega. En þar sem smit hefur borist inn í eitt fyrirtæki eða stofnun hefur smitið átt auðvelt með að dreifast út. Þetta á til dæmis við um elliheimili, geðsjúkrahús, fangelsi, stór sláturhús og kjötvinnslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum