fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Kórónuveiran „hverfur“ svo hratt að erfitt er að prófa bóluefni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adrian Hill, prófessor, er einn þeirra vísindamanna við Oxford háskóla, sem vinna að gerð bóluefnis gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Vísindamennirnir hafa látið hafa eftir sér að 80% líkur séu á að bóluefni þeirra virki og að það komi jafnvel á markað í september. En vísindamennirnir standa frammi fyrir þeim vanda að veiran „hverfur“ svo hratt að erfitt er að prófa bóluefnið á fólki.

Sky skýrir frá þessu. Ástæðan er að smitum fer fækkandi í Bretlandi og hugsanlega kemur sú staða upp að ekki verður nægilega mikið af fólki til að prófa bóluefnið á að sögn Hill.

The Sunday Telegraph hefur eftir honum að nú séu um 50% líkur á að engin niðurstaða fáist með prófunum á bóluefninu. Sú skrýtna staða sé komin upp að vísindamennirnir vilji að veiran haldi sig í samfélaginu, að minnsta kosti aðeins lengur.

Bóluefnið nefnist ChAdOx1 nCoV-19 (borið fram Chaddox One). Því hefur verið sprautað í 160 heilbrigða sjálfboðaliða á aldrinum 18 til 55 ára til að sjá hver virkni þess er. Á öðru og þriðja stigi tilrauna á að prófa efnið á rúmlega 10.000 manns og auka aldursbilið.

En ef of fáir smitast af veirunni í samfélaginu geta vísindamennirnir ekki rannsakað hvort bóluefnið veiti vörn gegn smiti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“