fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hálf milljón breskra barna sveltur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 22:08

Myndin tengist fréttinni ekki beint en sýnir breska fjölskyldu á tímum COVID-19. EPA-EFE/NEIL HALL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátækustu og viðkvæmustu fjölskyldur Bretlands hafa ekki efni á nægum mat handa öllum fjölskyldumeðlimum alla daga. Mörg börn úr þessum fjölskyldum treysta á ókeypis mat, sem þau fá í skólanum, en þar sem skólar eru lokaðir fá þau ekki þessar máltíðir og jafnvel ekkert í staðinn.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Food Foundation, sem annast matargjafir, gerði. Niðurstöðurnar sýna að frá því að bresku samfélagi var meira og minna lokað í mars vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur allt að fimmta hvert heimili ekki getgað útvegað nægan mat handa öllum í fjölskyldunni.

Sumar fjölskyldur neyðast til að sleppa máltíðum en hjá öðrum verða einn eða fleiri að fara svangir í háttinn. Um 1,5 milljón Breta sleppir því að borða heilu dagana því þeir hafa ekki efni á mat. Talið er að á þremur milljónum heimila fái einn eða fleiri of lítinn mat.

631.000 skólabörn frá fátækum heimilum fá ókeypis mat í skólanum. En þar sem skólarnir eru lokaðir fá þau ekkert að borða. Matarmiðakerfi var komið á en það hefur ekki virkað fyrir alla. Food Foundation telur að um miðjan maí hafi aðeins 136.000 börn notið góðs af matarmiðakerfinu. Þá stendur um hálf milljón barna eftir sem ekki fær nægan mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol