fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Hvarf Kim Jong-un veitir Kína gullið tækifæri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 05:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, dáinn, lifandi, alvarlega veikur eða bara í einangrun af ótta við COVID-19? Þessu hafa margir velt fyrir sér undanfarna daga því ekkert hefur sést til leiðtogans síðan þann 11. apríl.

En á sama tíma og margir velta fyrir sér hvar leiðtoginn sé þá sitja kínverskir ráðamenn hugsanlega og sjá hugsanlega ákveðin tækifæri samhliða dularfullu brotthvarfi leiðtogans. Þetta getur verið gullið tækifæri fyrir Kína því ef hann er látinn er Kína það land sem getur hagnast mest á því. Þetta kemur fram í umfjöllun news.com.au.

Kínverjar og margir aðrir hafa lengið verið meðvitaðir um að Kim Jong-un hefur verið í kjörstöðu í Asíu hvað varðar valdajafnvægið þar. Hann hefur haldið þannig á spilunum að það hefur ekki komið Kínverjum að miklu gagni enda fara Norður-Kóreumenn yfirleitt sína eigin leiðir.

Bandaríski stjórnmálaskýrandinn Michael Auslin segir að dulúðin í kringum hvarf Kim Jong-un af sjónarsviðinu veiti Kínverjum gullið tækifæri til að styrkja stöðu sína í álfunni. Ef þeim tekst að bæta sambandið við Norður-Kóreu geta þeir gert landið að einhverskonar stuðpúða í valdabaráttunni við bandamenn Bandaríkjanna í álfunni, þar á meðal Suður-Kóreu og Kína.

Auslin telur að aldrei hafi meiri hætta steðjað að Kim-fjölskyldunni sem fer með völdin í Norður-Kóreu. Nú hafi Kínverjar í fyrsta sinn raunverulegt tækifæri til að styrkja ítök sín í Norður-Kóreu.

En það heldur kannski aðeins aftur af Kínverjum að hvarf, eða kannski bara fjarvera Kim Jong-un, er ekkert einsdæmi í Norður-Kóreu. Það hefur oft gerst að fólk úr Kim-fjölskyldunni hefur horfið eða verið sagt látið.

Þann 17. nóvember 1986 var skýrt frá því að Kim Il-sung, afi Kim Jong-un, hefði verið myrtur af leigumorðingja. Hann birtist svo daginn eftir og var við hestaheilsu.

Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, var sagður hafa látist í lestarslysi 2004 og 2008 var hann sagður hafa látist af völdum blóðtappa. Hvorugt dauðsfallið átti við rök að styðjast.

Kim Jong-un hefur áður horfið af sjónarsviðinu um tíma en alltaf skilað sér aftur, spurningin er bara hvort það verði einnig raunin að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá