fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Tölurnar tvær sem hræða Bandaríkjamenn mest þessa dagana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 05:55

Times Square í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 faraldurinn herjar nú af miklum þunga á Bandaríkin sem eru miðpunktur heimsfaraldursins þessa dagana. Um fátt annað er rætt og ritað þar í landi. Í tengslum við faraldurinn hafa tvær tölur oft verið nefndar til sögunnar og má segja að það séu tölurnar sem Bandaríkjamenn óttast mest af öllu þessa dagana.

Önnur talan snýr að hversu margir munu hugsanlega láta lífið af völdum faraldursins. Í vikunni sögðu heilbrigðisyfirvöld að allt að 240.000 manns geti látist af völdum veirunnar skæðu. Að vonum er þetta tala sem hræðir marga ekki síst í ljósi þess að hún miðast við að harðar aðgerðir, til að reyna að halda aftur af útbreiðslu veirunnar, haldi áfram.

Hin talan sem um er að ræða er spá seðlabankans um atvinnuleysi í kjölfar faraldursins. Samkvæmt henni munu 47 milljónir landsmanna hugsanlega missa vinnuna um skamman eða langan tíma vegna faraldursins.

Til að setja tölurnar í betra samhengi má geta þess að um 330 milljónir búa í Bandaríkjunum. Árlega látast um 2,8 milljónir af völdum hjartasjúkdóma og krabbameins. 55.000 létust af völdum inflúensu 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð