fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Óvænt uppgötvun í gamalli hlöðu kemur danska heilbrigðiskerfinu vel

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 05:59

Handspritt í framleiðslu hjá Nordcoll. Mynd: Nordcoll

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að COVID-19 faraldurinn braust út jókst eftirspurnin eftir handspritti gríðarlega og erfitt hefur verið að anna eftirspurn á köflum. Þetta hefur orðið til þess að verðið hefur víða rokið upp.

Í Helsingør í Danmörku var staðan þannig nýlega að bæjarfélagið varð að greiða 325 danskar krónur fyrir hverja flösku af handspritti. Frederiksborg Amts Avis skýrir frá þessu. Miðað við verðið þá má segja að handsprittið hafi verið orðið að „fljótandi gulli“.

En nýlega voru bæjarstarfsmenn sendir til að taka til í gamalli hlöðu í bænum. Þar gerðu þeir uppgötvun sem varð til þess að verðið á handspritti snarlækkaði eða niður í 17 danskar krónur fyrir hverja flösku.

Í hlöðunni voru 40 brúsar sem innihéldu samtals 1.000 lítra af hreinu áfengi.

Starfsfólk bæjarins hafði samband við Nordcoll verksmiðjuna, sem er í bænum, en þar venjulega framleitt lím og önnur álíka efni. Eftir viðræður við forsvarsmenn verksmiðjunnar var framleiðslu hennar breytt og byrjað að breyta þessu hreina áfengi í handspritt. Starfsfólkið fékk aðstoð frá vinum og ættingjum til að hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig og á aðeins fimm dögum voru framleiddir 1.000 lítrar af handspritti. Bæjarfélagið kaupir handsprittið síðan og greiðir aðeins 17 krónur fyrir hverja flösku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing