fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Mótefni myndast ekki í öllum sem læknast af COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk sýkist af COVID-19 veirunni myndar líkaminn ónæmi gegn henni en hversu lengi varir það? Þetta var rætt á fréttamannafundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO í gær  þegar komið var inn á niðurstöður nýrrar kínverskrar rannsóknar.

Það voru vísindamenn við Fudan háskólann í Shanghai sem rannsökuðu 175 manns sem voru smitaðir af COVID-19. Í ljós kom að þriðjungur þeirra myndaði mjög lítið mótefni við veirunni og hjá 10 fundust ekki mælanleg mótefni í líkamanum. Einnig kom í ljós að níu af þeim tíu, sem ekkert mótefni fannst hjá, voru 40 ára eða yngri.

Flestir þátttakendanna, sem eru á aldrinum 16-68 ára, mynduðu mótefni 10-15 dögum eftir að veiran barst í líkama þeirra.

WHO segir þó að enn sé of snemmt að álykta út frá þessum niðurstöðum. Mike Ryan, forstjóri neyðaráætlunar WHO, var spurður út í rannsóknina og sagði að það mætti vænta þess að ónæmiskerfi fólks, sem bregst eðlilega við og myndar mælanlegt mótefni, veiti vernd í ákveðinn tíma.

„Við vitum bara ekki hversu lengi. Við væntum þess að um töluverðan tíma sé að ræða en það er erfitt að segja til um það þegar ný veira á í hlut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól