fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney – Framlínufólk fær ekki að vera viðstatt flugeldasýningu á gamlárskvöld

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 10:01

Gamlárskvöld í Sydney. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhugað hafði verið að 5.000 framlínustarfsmenn yrðu heiðursgestir á hinni hefðbundnu flugeldasýningu í Sydney í Ástralíu á gamlárskvöld. En nú hefur verið hætt við þetta því yfirvöld í New South Wales, þar sem Sydney er, reyna nú að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar í borginni.

Á annað hundrað smit hafa greinst að undanförnu og því tilkynnti forsætisráðherra ríkisins um hertar sóttvarnaaðgerðir á gamlárskvöld. Borgarbúum verður meinaður aðgangur að miðborginni á gamlársdag nema þeir hafi fengið leyfi yfirvalda til að fara þangað. Þetta mun væntanlega þýða að fámennt verður í miðborginni en gamlárskvöld er að jafnaði það kvöld ársins sem flestir eru þar. Einnig hafa reglur um samkomur utanhúss verið hertar. The Guardian skýrir frá þessu.

Yfirvöld segja að of mikil áhætta felist í að leyfa framlínufólki að koma saman til að fylgjast með flugeldasýningunni, það geti ógnað heilsu þess. „Við munum finna annan tíma á næsta ári til að heiðra ykkur fyrir framlag ykkar,“ sagði Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, þegar hún tilkynnti um breytingarnar í gær.

Flugeldasýningin mun fara fram eins og venjulega á miðnætti en fólk er hvatt til að láta nægja að fylgjast með henni í sjónvarpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið