fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney – Framlínufólk fær ekki að vera viðstatt flugeldasýningu á gamlárskvöld

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 10:01

Gamlárskvöld í Sydney. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhugað hafði verið að 5.000 framlínustarfsmenn yrðu heiðursgestir á hinni hefðbundnu flugeldasýningu í Sydney í Ástralíu á gamlárskvöld. En nú hefur verið hætt við þetta því yfirvöld í New South Wales, þar sem Sydney er, reyna nú að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar í borginni.

Á annað hundrað smit hafa greinst að undanförnu og því tilkynnti forsætisráðherra ríkisins um hertar sóttvarnaaðgerðir á gamlárskvöld. Borgarbúum verður meinaður aðgangur að miðborginni á gamlársdag nema þeir hafi fengið leyfi yfirvalda til að fara þangað. Þetta mun væntanlega þýða að fámennt verður í miðborginni en gamlárskvöld er að jafnaði það kvöld ársins sem flestir eru þar. Einnig hafa reglur um samkomur utanhúss verið hertar. The Guardian skýrir frá þessu.

Yfirvöld segja að of mikil áhætta felist í að leyfa framlínufólki að koma saman til að fylgjast með flugeldasýningunni, það geti ógnað heilsu þess. „Við munum finna annan tíma á næsta ári til að heiðra ykkur fyrir framlag ykkar,“ sagði Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, þegar hún tilkynnti um breytingarnar í gær.

Flugeldasýningin mun fara fram eins og venjulega á miðnætti en fólk er hvatt til að láta nægja að fylgjast með henni í sjónvarpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni