fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Banna aðgerðasinnum að senda áróðursblöðrur til Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. desember 2020 22:30

Suður-Kóreumenn hafa oft sent blöðrur sem þessar norður yfir. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-kóreska þingið hefur samþykkt lög sem gera það refsivert að senda áróðursblöðrur til Norður-Kóreu. Stjórnarandstæðingar hafa mótmælt lögunum harðlega og það hafa fleiri gert og segja vegið að tjáningarfrelsinu til þess eins að bæta sambandið við erkifjendurna í norðri.

187 þingmenn studdu frumvarpið, flestir stjórnarþingmenn sem styðja stefnu Moon Jae-in, forseta, um bætt samskipti við Norður-Kóreu. Andstæðingar frumvarpsins mættu ekki til atkvæðagreiðslunnar eftir að tilraunir þeirra til málþófs voru stöðvaðar af stjórnarþingmönnum og bandamönnum þeirra sem gátu bundið enda á málþófið með því að samþykkja það með þremur fimmtu hlutum greiddra atkvæða.

Þetta er í fyrsta sinn sem bann við því að senda áróður norður yfir landamærin er samþykkt í landinu. Þetta hefur nokkrum sinnum verið bannað um hríð þegar mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna en að öllu jöfnu hafa aðgerðasinnar fengið að njóta tjáningarfrelsis þrátt fyrir mótmæli norðanmanna.

Árum saman hafa aðgerðasinnar og landflótta norðanmenn notað stóra helíumblöðrur til að senda áróður yfir landamærin. Í honum er kjarnorkuvopnaáætlun norðanmanna gagnrýnd sem og mannréttindabrot þar í landi. Einnig hafa minnislyklar, með alþjóðlegum fréttum, og Bandaríkjadalir verið sendir með blöðrunum. Fréttaskýrendur segja að Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, telji þessar sendingar ógna stöðu hans sem einræðisherra yfir þessari 25 milljóna manna þjóð sem hefur sáralítinn aðgang að fréttum frá útlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali