fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Biden segir að Demókratar verði að sigra í Georgíu ef framfarir eigi að eiga sér stað í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 06:59

Joe Biden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. janúar verður kosið um tvö sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíu. Þetta eru gríðarlega mikilvægar kosningar því þær hafa mikil áhrif á skiptingu valdsins í Bandaríkjunum. Joe Biden, verðandi forseti, heimsótti Georgíu á þriðjudaginn og hvatti kjósendur til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins.

Á kosningafundi í Atlanta sagði hann að hætta sé á að pólitísk stefna hans lendi í mótvindi ef Demókratar ná ekki meirihluta í öldungadeildinni. „Eruð þið reiðubúin til að kjósa tvo þingmenn sem vita hvernig á að segja „já“ en ekki bara „nei“?“ spurði Biden fundargesti.

Hann lagði áherslu á að Bandaríkin þurfi öldungadeild þar sem Demókratar eru í meirihluta ef árangur á að nást í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar, loftslagsbreytingar og kynþáttamismunun.

Demókratar verða að fá bæði þingsæti Georgíu til að tryggja sér meirihluta í öldungadeildinni en þeir eru nú þegar með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ef þeir ná meirihluta í öldungadeildinni getur Biden komið stefnumálum sínum í framkvæmd á mun auðveldari hátt.

En Repúblikanar þurfa bara að sigra í kosningunni um annað sætið til að halda meirihluta sínum í deildinni en ef svo fer geta þeir komið í veg fyrir að stefnumál Biden nái fram að ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins