fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Jeff Bezos segir að Blue Origin ætli að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. desember 2020 19:00

Eldflaug Blue Origin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon, ætlar að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins. Þetta sagði Bezos nýlega í færslu á Instagram.

NASA mun fljótlega taka ákvörðun um hvaða einkafyrirtæki mun flytja geimfara til tunglsins en það á að gerast á næstu þremur árum. „Þetta er geimflaugin sem mun flytja fyrstu konuna til tunglsins,“ skrifaði Bezos á Instagram og birti myndband af prófunum á BE-7 eldflaug í tilraunastöð NASA í Alabama.

Tólf karlar hafa gengið á yfirborði tunglsins en engin kona. NASA stefnir að því að breyta því á næstu árum. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, sagði á síðasta ári að fyrsta konan, sem verður send til tunglsins, verði valin úr hópi núverandi geimfara stofnunarinnar. „Á sjöunda áratugnum var ekki mögulegt fyrir ungar konur að sjá sig í þessu hlutverki. Í dag geta þær gert það og ég tel þetta mjög spennandi tækifæri,“ sagði hann.

BE-7 eldflaugin á að flytja geimfar, sem lendir á tunglinu, á braut um tunglið. Blue Origin vinnur einnig að smíði geimfarsins sem á að nota en að því verkefni koma einnig Lockheed Martin, Northrop Grumman og Draper.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol