fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Dýrar átta sekúndur – Sektaður um 450.000 krónur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 05:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann opnaði dyrnar á hótelherberginu sínu og fór fram á gang í örskotsstund eða nákvæmlega átta sekúndur samkvæmt því sem upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna. En það var nóg og hann varð sem svarar til 450.000 íslenskra króna fátækari.

Hér er um farandverkamann frá Filippseyjum að ræða sem braut gegn reglum um sóttkví í Taívan. CNN skýrir frá þessu. Hann var í sóttkví á hóteli í Kaohsiung í Taívan en þar eru reglurnar einfaldar og skýrar hvað varðar sóttkví. Það má ekki yfirgefa hótelherbergið. „Fólk í sóttkví á ekki að halda að það fái ekki sekt ef það yfirgefur herbergi sín,“ sagði talsmaður borgaryfirvalda um málið.

Það var starfsmaður á hótelinu sem tilkynnti um brot mannsins eftir að hann sá það á upptökum eftirlitsmyndavéla.

56 hótel, með 3.000 herbergi, eru notuð undir fólk í sóttkví í Kaohsiung. Strangar sóttvarnareglur í landinu hafa greinilega haft áhrif því þar hafa aðeins 716 smit greinst frá upphafi faraldursins og sjö hafa látist. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikilla lokanna á ýmiskonar samfélagsstarfsemi heldur hefur verið notast við smitrakningu og sóttkví og háar sektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau