fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Draga 13 til ábyrgðar fyrir banvæna ferð til eldfjallaeyju

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 21:30

Frá eldgosinu banvæna á White Island.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. desember 2019 hófst eldgos á White Island á Nýja-Sjálandi. 47 manns voru á eyjunni þegar gosið hófst og létust 22, að auki slösuðust margir. Nú hafa yfirvöld hafið málarekstur gegn tíu ferðaþjónustufyrirtækjum og þremur einstaklingum vegna málsins.

Flestir hinna látnu voru ferðamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum og Malasíu sem voru í siglingu með skemmtiferðaskipi.

Það er vinnueftirlitið, Worksafe, á Nýja-Sjálandi sem fer með málið. Niðurstaða þess er að 10 fyrirtæki og 3 aðilar hafi ekki fylgt þeim reglum og staðið undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíldi með því að fara með ferðamennina til White Island.

„Þetta var óvæntur atburður en það þýðir ekki að ekki hafi verið hægt að segja fyrir um hann og ferðaþjónustuaðilum ber skylda til að vernda þá sem eru á þeirra vegum,“ segir Phil Parkes, forstjóri Worksafe.

Málið verður tekið fyrir dóm 15. desember. Fyrir fyrirtækin er þyngsta mögulega refsing sekt upp á sem nemur um 130 milljónum íslenskra króna fyrir hvert. Hvað varðar einstaklingana er hámarksrefsingin sekt upp á sem nemur um 40 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“