fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Liðsmenn Boko Haram myrtu að minnsta kosti 110 manns á laugardaginn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 05:11

Frá fjöldaútför fórnarlambanna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmenn Boko Haram, sem eru hryðjuverkasamtök öfgasinnaðra múslima, myrtu að minnsta kosti 110 manns í bænum Koshobe í Nígeríu á laugardaginn. Edward Kallon, yfirmaður mannúðarstarfs SÞ á svæðinu, segir að 110 manns hafi verið myrtir á hrottalegan hátt og fjöldi annarra hafi særst.

Voðaverkin áttu sér stað á laugardagsmorguninn. Fórnarlömbin voru landbúnaðarstarfsmenn, margir frá norðvesturhluta landsins en höfðu komið til Koshobe, sem er í norðausturhluta landsins, til að vinna.

Uppreisnarhópur, sem berst gegn íslömskum uppreisnarhópum, sagði á laugardaginn að liðsmenn Boko Harem hafi bundið fórnarlömbin og síðan skorið þau á háls.

Kallon sagði þetta vera „ofbeldisfyllstu árásina á saklausa óbreytta borgara á þessu ári“. Hann hvatti til þess að þeir sem stóðu á bak við níðingsverkið verði dregnir til ábyrgðar. Hann sagði jafnframt að tilkynningar hefðu borist um fjöldi kvenna hefði verið numinn á brott frá Koshobe.

Auk Boko Haram herjar annar hópur íslamskra öfgamanna á norðausturhluta Nígeríu, sá nefnist Iswap. Báðir hóparnir hafa í sívaxandi mæli ráðist á skógarhöggsmenn, hirðingja, sjómenn og aðra sem þeir saka um að stunda njósnir fyrir herinn og hópa sem berjast gegn þeim.

Talið er að 36.000 manns, hið minnsta, hafi látist í átökum hinna ýmsu uppreisnarhópa og stjórnarhersins í landinu síðustu 11 árin og tæplega tvær milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis