fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Hvaða áhrif hefur kjör Joe Biden á samskiptin við Norður-Kóreu?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki enn brugðist opinberlega við sigri Joe Biden í bandarísku forsetakosningunum. Sérfræðingar telja mjög ólíklegt að Biden hafi verið sá sem Kim Jong-un, einræðisherra í landinu, hafi viljað að sigraði. Donald Trump, núverandi forseti, hefur verið sér á báti meðal bandarískra forseta fyrir vilja hans til að eiga í persónulegum samskiptum við einræðisherrann. Þessi samskipti þeirra, meðal annars fundarhöld, veittu einræðisherranum unga einhverskonar lögmæti eða viðurkenningu, sem þjóðarleiðtogi, á alþjóðavettvangi.

Þetta kemur fram í umfjöllun CNN um málið. Haft er eftir Joseph Yun, sendiherra og fyrrum yfirmanni stefnumörkunar Bandaríkjastjórnar í garð Norður-Kóreu, bæði í valdatíð Barack Obama og Trump, að hann telji að Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir vonbrigðum með tap Trump: „Í þeirra augum var Trump mikilvægur, þeir hittust þrisvar, fordæmalausir fundir.“

Biden hefur verið harðorður um Trump og samskipti hans við Norður-Kóreu og segir að þau hafi veikt refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Biden kallaði Kim „óþokka“ í síðari kappræðunum við Trump og var mjög gagnrýninn á einræðisríkið í kosningabaráttunni.

Ekki er vitað hversu mikla áherslu Biden mun leggja á Norður-Kóreu en málefni landsins eru ekki á lista yfir þau forgangsverkefni sem stjórn hans á að takast á við. Ekki er talið líklegt að hann muni funda með Kim Jong-un á næstunni og raunar hefur Biden sagt að hann vilji ekki hitta einræðisherrann nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Frá hersýningu í Norður-Kóreu.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga sér langa sögu um að ögra umheiminum þegar þau telja þörf á. Til dæmis stóðu þau fyrir eldflaugaskoti skömmu eftir að Trump tók við embætti 2017 en það markaði upphafið að erfiðum og hörðum samskiptum ríkjanna næsta árið. Sérfræðingar eru ekki á einum máli um hvort Norður-Kórea grípi til svipaðra aðgerða nú. Bent hefur verið á að yfirleitt sé hægt að lesa í orð Norðanmanna um hvað þeir hafi í hyggju en nú beri svo við að það ríkir nær algjör þögn hjá þeim svo ekki sé hægt að ráða í næstu skref þeirra.

Líklegt má teljast að Biden taki harðari afstöðu gegn Norður-Kóreu en Trump og að blásið verði til umfangsmikilla heræfinga í Suður-Kóreu til að sýna Norðanmönnum samstöðu Sunnanmanna og Bandaríkjanna og mátt þeirra á hernaðarsviðinu. En það er ómögulegt að lesa í Norðanmenn og hvað þeir eru með á prjónunum. Sérfræðingar telja að Biden muni ekki horfa svo mikið til Norður-Kóreu á næstunni en muni bregðast við aðgerðum Norðamanna ef þörf krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum