fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Pressan

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Steltner, saksóknari í Berlín, sagði í gær að 44 ára karlmaður sem hafði verið saknað síðan í byrjun september hafi líklega verið myrtur. Bein úr manninum fundust í skógi í Berlín fyrir 11 dögum. Hans hafði verið saknað síðan 5. september. 41 árs karlmaður hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa myrt manninn. Talið er að kynferðislegar hvatir hafi legið að baki morðinu og jafnvel áhugi á að stunda mannát.

Rannsókn lögreglunnar á beinunum leiddu í ljós að maðurinn var myrtur. Lögreglan segir að hann hafi starfað í byggingariðnaðinum í borginni. Hann yfirgaf íbúð sína skömmu fyrir miðnætti 5. september og spurðist ekkert til hans fyrr en beinin fundust. Rannsókn lögreglunnar leiddi hana á slóð hins meinta morðingja.

Bild segir að hann sé stærðfræðikennari og hafi hann og fórnarlambið hist á stefnumótasíðu á netinu og ákveðið að hittast. Segir blaðið að lögregluna gruni að maðurinn hafi borðað fórnarlambið því á mörgum beinanna var ekkert hold. Blaðið segir einnig að við rannsókn hafi komið í ljós að maðurinn hafði leitað sér upplýsinga um mannát á netinu.

Málið vekur upp minningar um mál „mannætunnar frá Rotenburg“ frá 2006. Þá var þýskur maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið manneskju, hlutað lík hennar í sundur og borðað það að hluta.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi fjöldi rekkjunauta gerir þig aðlaðandi í augum annarra

Þessi fjöldi rekkjunauta gerir þig aðlaðandi í augum annarra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fluttu saman á nýja heimilið og eiginmaðurinn gerði þetta við aukalykilinn – „Þetta er stjórnsemi“

Fluttu saman á nýja heimilið og eiginmaðurinn gerði þetta við aukalykilinn – „Þetta er stjórnsemi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið