fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Trump rak yfirmann netöryggismála sem sagði að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 06:31

Christopher Krebs. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur rekið Christopher Krebs úr starfi en hann var yfirmaður netöryggismála hins opinbera. Ástæðan er að Krebs tók ekki undir staðlausar fullyrðingar Trump um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum í byrjun mánaðarins. Krebs sagði þvert á móti að kosningarnar hefðu farið vel fram og verið öruggar.

Sky News skýrir frá þessu. Krebs var yfirmaður Cybersecurity and Infrastructure Agency (CISA). Trump hafði ekki fyrir að hafa samband við Krebs heldur tilkynnti um brottreksturinn á Twitter.

„Nýleg yfirlýsing Chris Krebs um öryggið í kosningunum var mjög röng. Það voru miklar rangfærslur og svik – þar á meðal að látið fólk kaus. Eftirlitsmenn fengu ekki aðgang að talningarstöðum, villur í kosningavélum sem breyttu atkvæðum Trump í atkvæði handa Biden, atkvæði bárust of seint og fleira. Af þessum sökum hefur Chris Krebs verið leystur frá störfum sem forstjóri Cybersecurity and Infrastructure Security Agency“, skrifaði forsetinn.

Krebs, sem var settur í stöðuna 2016 af Trump, birti í gær skýrslu þar sem vitnað var í tæplega 60 sérfræðinga í öryggismálum kosninga sem sögðu að engar trúverðugar sannanir hefðu komið fram um kosningasvik. Hann hefur margoft neitað þeim fullyrðingum Trump að rangt hafi verið haft við í kosningunum og sagði í síðustu viku: „Kosningarnar þann 3. nóvember voru þær öruggustu í bandarískri sögu.“

Krebs frétti af uppsögninni á Twitter og tísti þá: „Það var heiður að sinna starfinu. Við gerðum það rétta. Verjum daginn í dag. Tryggjum morgundaginn. #Protect2020.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol