fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Myndbandið sem allir vilja sjá – Bóluefni gegn kórónuveirunni komið í framleiðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 05:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin verða erfið þetta árið en fleiri en eitt bóluefni gegn kórónuveirunni ættu að vera tilbúin til notkunar á næstu þremur til sex mánuðum segir Sir Jeremy Farrar, formaður Wellcome Trust og læknir. Hann á sæti í bresku vísindanefndinni sem er stjórnvöldum til ráðgjafar, til dæmis um heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir honum að hann telji að á fyrsta ársfjórðungi 2021 verði fleiri en eitt bóluefni tilbúið til notkunar.

Hann sagði ólíklegt að bóluefni verði tilbúin til notkunar fyrir jól en hann sagðist eiga von á að gögn um bóluefni og virkni þeirra birtist í nóvember eða desember. Hann sagðist einnig vongóður um að bólusetningar fari að bera mikinn árangur á næsta ári. Jonathan Van-Tam, landlæknir á Englandi, hefur verið jafn bjartstýnn og Farrar og hefur látið hafa eftir sér að hugsanlega verði hægt að hefja notkun bóluefnis, sem kennt er við Oxford og verður framleitt af AstraZeneca, í upphafi næsta árs.

Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur birt myndband, sem hægt er að sjá neðst í þessari frétt, sem sýnir bóluefni gegn kórónuveirunni í framleiðslu í verksmiðju fyrirtækisins. Fyrirtækið segist nú þegar hafa framleitt mörg hundruð þúsund skammta af því í verksmiðju sinni í Puurs í Belgíu. The Mail on Sunday skýrir frá þessu. Bóluefnið er geymt á lager og er tilbúið til notkunar ef lyfjaeftirlitsstofnanir samþykkja notkun þess að tilraunum loknum en þær standa enn yfir. Verið er að prófa bóluefnið á 44.000 manns.

Pfizer vonast til að vera tilbúið með 100 milljónir skammta fyrir árslok. Á næsta ári reiknar fyrirtækið með að framleiða 1,3 milljarða skammta. Hver og einn þarf tvo skammta af bóluefninu.

https://www.youtube.com/watch?v=oByuf_praek&ab_channel=DailyViralNews

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn