fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Hollensk kona fékk COVID-19 í annað sinn – Lést af völdum sjúkdómsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 06:30

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

89 ára hollensk kona fékk COVID-19 fyrr á árinu og var lögð inn á sjúkrahús. Þar fékk hún meðferð í fimm daga og náði sér. Um tveimur mánuðum síðar veiktist hún aftur af COVID-19. Hún lést síðan af völdum sjúkdómsins.

Þetta er fyrsta staðfesta andlátið þegar um annað smit af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, er að ræða.

Hollenskir vísindamenn skýrðu frá þessu og var niðurstaða rannsóknar þeirra birt á vef Oxford University Press.

Konan glímdi við Waldenström’s macroglobulinemia sem er sjaldgæf tegund krabbameins í blóðfrumum, ólæknanlegt en hægt er að veita meðferð við því.

Vísindamennirnir segja að konan hafi lagst inn á bráðamóttöku snemma á árinu því hún var með hita og mikinn hósta. Hún greindist með COVID-19 og var á sjúkrahúsi í fimm daga en þá voru öll sjúkdómseinkennin horfin nema hvað hún glímdi við mikla þreytu.

Tæplega tveimur mánuðum síðar, tveimur dögum eftir að hún hóf nýja lyfjameðferð vegna krabbameinsins, fékk hún hita, hósta og átti erfitt með andardrátt. Hún greindist aftur smituð af kórónuveirunni. Mótefni gegn veirunni fannst ekki í líkama hennar á fjórða og sjötta degi veikindanna. Á áttunda degi versnaði ástand hennar mikið og hún lést tveimur vikum síðar.

Rannsóknir á lífsýnum úr konunni sýna að um sitthvort afbrigði kórónuveirunnar var að ræða og segja vísindamennirnir að ekki sé hægt að skýra þetta með því að veiran hafi þróast í líkama konunnar. Því virðist sem hún hafi smitast aftur af veirunni.

Fram að þessu hafa aðeins 23 tilfelli verið skráð þar sem fólk hefur smitast aftur af veirunni en þetta er fyrsta andlátið af völdum smits í annað sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 6 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra