fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Stúdentarnir vildu drekka sig til riddara – Að minnsta kosti 10 smituðust af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 15:05

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 10 stúdentar smituðust af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, eftir heimsókn á Café Guldhornene í Árósum föstudaginn 18. september. Barinn er þekktur fyrir að þar geta viðskiptavinir drukkið sig til „riddara“ ef þeir drekka nógu mikinn bjór.

Sú krafa er gerð að fólk drekki 10 stóra bjóra, um 5 lítra, til að hljóta riddaratign. Þetta ætluðu 10 stúdentar að reyna þegar þeir mættu á barinn klukkan 13 þennan dag. Århus Stiftstidende skýra frá þessu.

„Það var svo sannarlega mikið um að vera á Café Guldhornene þetta kvöld. Eins og kórónuveiran hefði ekki skollið á Danmörku,“

sagði Helene Møller, 22 ára, í samtali við blaðið. Hún er einn stúdentanna og greindist með COVID-19 eftir heimsóknina á barinn.

Stúdentarnir segjast árangurslaust hafa leitað að handspritti, borð hafi ekki verið þrifin með spritti og að á endanum hafi svo margir verið á staðnum að óhjákvæmilegt var að rekast utan í fólk. Þeir sögðu einnig að barþjónninn hafi neitað að láta fólk fá ný glös ef fólk var óöruggt um hvaða glas það var með. Þeir viðurkenndu að þeir hefðu auðvitað átt að yfirgefa staðinn.

Talsmaður Café Guldhornene, sem er í eigu fyrirtækisins Rekom sem rekur 120 veitingastaði í Danmörku, Noregi og Finnlandi, sagði að 174 gestir megi vera á staðnum og þeir hafi aldrei verið fleiri en það þetta kvöld. Hann sagði að gestirnir hefðu átt að fá hrein glös og ætlaði að kanna hvort hægt sé að gera handsprittið sýnilegra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing