fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Segir Trump hafa stært sig af að hafa bjargað krónprinsi Sádi-Arabíu eftir morðið á Khashoggi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. september 2020 22:00

Jamal Khashoggi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næstu viku kemur bókin „Rage“ eftir bandaríska blaðamanninn Bob Woodward. Bókin er byggð á viðtölum við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í henni kemur meðal annars fram að Trump hafi nánast frá upphafi vitað hversu hættuleg kórónuveiran er þótt hann hafi sagt þjóð sinni annað. En einnig kemur fram að Trump hafi stært sig af að hafa bjargað Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, frá frekari vandræðum í kjölfar morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Khashoggi var myrtur í sádi-arabíska konsúlatinu í Istanbúl í október 2018 eftir skipun bin Salman að því að talið er. Khashoggi var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu, þar á meðal krónprinsinn, og galt fyrir það með lífi sínu.

„Ég bjargaði honum. Ég fékk þingið til að láta hann í friði. Ég fékk það til að hætta,“

er haft eftir Trump í bókinni.

„Hann mun alltaf segja að hann hafi ekki gert þetta. Hann segir öllum það og í hreinskilni sagt er ég ánægður með að hann segi það. Hann mun segja þetta við þig, hann mun segja þetta við þingið og hann mun segja þetta við alla. Hann mun aldrei játa að hafa gert þetta,“

bætti Trump við.

Morðið á Khasoggi, sem var búsettur í Bandaríkjunum, reitti bandaríska stjórnmálamenn til reiði. En stjórn Trump stóð fast við bakið á stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og heimilaði meðal annars vopnasölu fyrir 8 milljarða dollara til landsins án þess að þingið fjallaði um hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans