fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Konungur í mótvindi – 1.500 ástkonur, spilling og landflótti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. september 2020 05:45

Juan Carlos fyrrum Spánarkonungur. Mynd:EPA-EFE/Sergio Barrenechea

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Juan Carlos, fyrrum Spánarkonungur, sé í miklum mótvindi þessa dagana. Þessi fyrrum konungur Spánar, sem var elskaður af þjóð sinni, er nú eitt heitasta umræðuefnið þar í landi vegna margvíslegra ásakana sem hafa komið fram á hendur honum.

Hann naut mikilla vinsælda á Spáni fyrir sinn þátt í að innleiða lýðræði eftir einræðisstjórn Franco. En svo virðist sem hann hafi jafnvel setið of lengi í embætti og hafi misst tengslin við hvað má og hvað má ekki.

Fyrrum ástkona hans, Corinna zu Sayn-Wittgenstein, sagði í samtali við BBC að þegar hneykslismálin fóru að skjóta upp kollinum 2012 hafi það verið öfl innan konungshallarinnar sem stóðu að baki. Unnið hafi verið að því að bola honum úr embætti en hann sagði af sér konungdómi 2014.

Juan Carlos fæddist 1938 í Róm en þar var spænska konungsfjölskyldan í útlegð eftir að afa hans, Alfonso 13., var velt af stalli 1931 þegar konungsveldið var lagt af. Juan Carlos flutti til Spánar 1948 samkvæmt samningi við einræðisherrann Franco. Þar ólst hann upp með fyrirfólki og Franco leit á  hann sem arftaka sinn. Juan Carlos var útnefndur prins 1969 og þegar Franco lést 1975 var hann útnefndur konungur og konan hans, hin gríska Sofia, drottning.

Feðgarnir. Mynd: EPA-EFE/Juanjo Martin

En þvert á það sem Franco hafði vonast til þá leysti Juan Carlos einræðisstjórnina upp og var ein helsta driffjöðurin á bak við innleiðingu lýðræðis. Hann varð því táknmynd frelsis og varð nánast ósnertanlegur að margra mati. Það er kannski ástæðan fyrir að þjóðin sá í gegnum fingur sér með ýmislegt varðandi konunginn. Það var á flestra vitorði að hann hafði ekki alltaf hreint mjöl í pokahorninu. Meðal annars vissu flestir að hann átti erfitt með að halda sig eingöngu við eiginkonu sína en talið er að hann hafi átt allt að 1.500 ástkonur í gegnum tíðina.

En 2012 fór að hrikta í stoðum konungdæmisins. Þá kom fram að dóttir konungsins, Cristina, og eiginmaður hennar voru tengd spillingarmáli. 2013 hrundu vinsældir konungsins þegar fram kom að á sama tíma Spánverjar glímdu við mikinn efnahagsvanda og 23% atvinnuleysi hafði hann farið í lúxusferð til Botswana með ástkonu sinni. Það bætti ekki úr skák að Juan Carlos, sem var heiðursforseti WWF náttúruverndarsamtakanna, skaut og drap 50 ára gamlan fíl í ferðinni. Ferðin átti að vera leynileg en konungurinn datt og mjaðmagrindarbrotnaði í henni svo allt komst upp.

Allt þetta, og meira til, varð til þess að Juan Carlos varð að segja af sér og við tók sonur hans, Felipe. Þá komst nokkur ró á málin í kringum Juan Carlos en í ársbyrjun komu fram margar og alvarlegar ásakanir um spillingu hans og það endaði með því að sonur hans svipti hann opinberum fjárstuðningi.

Í júní kom svo fram að saksóknari er að rannsaka hlut Juan Carlos í samningum sem voru gerðir við Sádi-Arabíu um járnbrautir. Hann fékk 100 milljónir dollara greiddar frá Sádi-Aröbum fyrir þetta.

Nú er Juan Carlos flúinn úr landi og herma fregnir að hann dvelji í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá