fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Smitaði alla fjölskylduna af kórónuveirunni – „Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfri mér“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 05:41

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Faðir minn er í öndunarvél og því get ég ekki breytt,“ segir í lesandabréfi sem ung ítölsk kona, Martina að nafni, skrifaði í ítalska dagblaðið Corriere Della Sera. Bréfið hefur vakið mikla athygli á Ítalíu þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif. Í því kemur fram að hún hafi farið á diskótek og ekki gætt að sér. Það hafði síðan þær afleiðingar að hún sjálf, faðir hennar, afi og amma og 12 ára frændi smituðust af kórónuveirunni.

„Viku síðar sögðu þeir að gestur á diskótekinu, sem ég var á, hefði greinst með smit. Allir, sem voru þarna þetta kvöld, voru sendir í sýnatöku. Niðurstaðan úr mínu sýni: Jákvætt. Síðan var öll fjölskyldan send í sýnatöku og það var bara móðir mín sem reyndist neikvæð,“

skrifar Martina og segir að hún og vinkonur hennar hafi verið búnar að taka ákvörðun um að halda sig fjarri diskótekum og öðrum lokuðum rýmum þar sem smit getur borist á milli fólks. En þær gerðu eina, afdrifaríka undantekningu á þessu.

„Á laugardegi átti besti vinur minn afmæli og hvernig gátum við sleppt því að fagna því? Við urðum sammála um að ekkert myndi gerast á einu kvöldi og það var upphafið að þeirri hryllingsmynd sem ég upplifi nú,“

skrifar hún.

Allir í fjölskyldu hennar hafa náð sér nema faðir hennar sem er enn alvarlega veikur og hefur verið í öndunarvél í 15 daga.

„Hann berst af öllum mætti en ég get ekki hjálpað honum. Ég get ekki breytt þessu. Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfri mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“