fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Pressan

Samið um sölu 66 F-16 orustuþota til Taívan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 07:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var gengið frá sölu 66 F-16 orustuþota frá Bandaríkjunum til Taívan. Þetta eru mestu vopnakaup eyjunnar árum saman. Kínverjar hafa aukið þrýstinginn á eyjuna að undanförnu en leiðtogar landsins telja Taívan vera óaðskiljanlega hluta af Kína.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi tilkynnt um sölu á 90 F-16 vélum til útlanda og hafi bandaríski flugherinn milligöngu um söluna en það er Lockheed Martin sem framleiðir vélarnar. Talið er að hinar 24 vélarnar verði seldar til Marokkó. Afhendingu vélanna á að vera lokið 2026.

Taívanski herinn á fyrir 140 vélar af þessari gerð en nýju vélarnar eru uppfærð útgáfa af eldri árgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur
Pressan
Fyrir 1 viku

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 1 viku

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi