fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

SMS frá Anne-Elisabeth er meðal sannana gegn Tom Hagen

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 05:40

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex dögum áður en hún hvarf sendi Anne-Elisabeth Hagen SMS til vinkonu sinnar. Í skilaboðunum lýsti hún yfir vonbrigðum sínum með áhugaleysi eiginmanns síns, Tom Hagen, á brúðkaupsafmæli þeirra. Sjálfur segir Tom að þau hafi fagnað tímamótunum með huggulegum kvöldmat.

TV2 skýrir frá þessu og segist hafa upplýsingar um hvað stóð í skilaboðunum sem voru send þann 25. október 2018. Anne-Elisabeth hvarf af heimili sínu þann 31. október 2018.

Í skilaboðunum gaf Anne-Elisabeth í skyn að Tom hafi ekki sýnt brúðkaupsafmæli þeirra mikinn áhuga en þau höfðu verið gift í 49 ár. Hún sagði að þeim hafi verið boðið í mat en Tom hafi ekki haft mikinn áhuga á að þiggja það boð. Hún gaf einnig í skyn að Tom væri ekki sáttur í hjónabandinu.

Svein Holden, verjandi Tom, sagði í samtali við TV2 að hjónin hafi haldið upp á brúðkaupsafmælið með góðum kvöldmat hjá dóttur sinni. Þau hafi síðan ætlað í utanlandsferð viku seinna í tilefni af tímamótunum.

Skilaboðin voru meðal þeirra gagna sem lögreglan lagði fram fyrir dómi þegar hún reyndi að fá Tom úrskurðaðan í gæsluvarðhald en lögreglan telur að hann hafi staðið á bak við hvarf Anne-Elisabeth og morðið á henni en lögreglan telur fullvíst að hún hafi verið myrt.

Hvorki lögreglan né lögmaður Anne-Elisabeth vildu tjá sig um skilaboðin.

Vinkona, sem fékk skilaboðin, hefur verið yfirheyrð af lögreglunni og sagði þá að hjónaband Anne-Elisabeth og Tom hafi virst vera erfitt og töluverð átök í því.

Lögreglan telur sig vita af hverju Anne-Elisabeth var myrt en hefur ekki viljað skýra frá ástæðunni. TV2 segir að lögreglan hafi eytt miklum tíma í að afla gagna um átök og ósætti í hjónabandinu, jafnvel áratugi aftur í tímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna