fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Getur bóluefni bjargað Trump frá ósigri í forsetakosningunum?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. júlí 2020 20:01

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um þrír mánuðir þar til forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum. Donald Trump, sitjandi forseti, stendur illa að vígi ef marka má skoðanakannanir. Hann reynir nú að bjarga málunum til að tryggja sér endurkjör og veðjar nú á að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, geti bjargað honum og tryggt honum fjögur ár til viðbótar í Hvíta húsinu.

Nýlega sendi Hvíta húsið út tilkynningu um að Trump leiði nú einstæða baráttu til að tryggja Bandaríkjamönnum skjótan aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni.

„Bóluefni er væntanlegt. Einnig lyf. Þetta gengur hraðar en vænst var.“

Er haft eftir Trump í tilkynningunni og hann slær því föstu að markmið Operation Warp Speed sé að framleiða og afhenda 300 milljónir skammta af bóluefni í janúar á næsta ári. Einnig kemur fram að nú þegar sé góður árangur farinn að sjást af samstarfi ríkisstjórnar Trump og einkafyrirtækja.

Loforð um bóluefni gæti verið trompið sem Trump þarf á að halda til að spila út á lokaspretti kosningabaráttunnar. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð ríkisstjórnar hans við heimsfaraldrinum og vinsældir hans hafa dalað mikið vegna þess. Hann þarf því á einhverju sérstöku að halda til að bæta fylgið. Samkvæmt skoðanakönnunum er andstæðingur hans, Joe Biden, með allt að 10 prósentustiga forskot og því ljóst að mikið verk er fyrir höndum hjá Trump ef hann á að sigra í kosningunum 3. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi