fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 05:45

Svona sér hann töluna 8.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú sjáir bókstafi og önnur tákn eins og áður. Þú sérð einnig tölurnar núll og einn. En tölurnar frá tveimur og upp í níu sérðu bara ekki, þær verða að skipulagslausum strikum sem þú þekkir ekki.

Þetta er upplifun bandarísks sjúklings sem þjáist af heilasjúkdómi sem nefnist Corticobasal Degeneration. Þegar hann sér tölurnar 2 til 9 líkjast þær eiginlega spaghettíi að hans sögn. Í hvert sinn sem hann beinir sjónum frá tölunum og síðan aftur að þeim breyta þær um lögun.

Vísindamenn við Johns Hopkins háskólann hafa fylgst með manninum í átta ár og eru mjög undrandi á ástandi hans. sjúkdómseinkenni hans eru mjög ólík því sem venja er með þennan sjúkdóm.

Vísindamenn segja að maðurinn skilji enn hugtökin að baki tölunum og hann getur reiknað. Þeir telja því að ekkert sé að þeim hluta heilans sem sér um skilning og það er ekkert að sjón hans. Það virðist vera að þótt heilinn greini tölurnar og meðtaki á réttan hátt sé maðurinn ekki meðvitaður um það.

Vísindamennirnir hafa gert tilraunir þar sem manninum eru sýndar myndir af tölum sem búið er að setja orð eða tákn inn í. Heilinn sýnir virkni á meðan hann horfir á þær en hann sér samt ekkert annað en skipulagslaus strik. Heili hans getur því lesið og greint mun á tölunum en hann getur bara ekki túlkað þær.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Proceedings of the National Academics of Scinece.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum