fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Þess vegna vildi Donald Trump kaupa Grænland

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 19:30

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst á síðasta ári sagðist Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vilja kaupa Grænland af Dönum. Þetta vakti að vonum heimsathygli og margir vissu ekki hvað þeir áttu að halda um þetta. Danska ríkisstjórnin hafnaði þessu og benti á að Danmörk gæti ekki selt Grænland því Danir eigi landið ekki, þau séu bara í ríkjasambandi. Trump móðgaðist sárlega þegar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði hugmyndina fáránlega og hætti Trump við opinbera heimsókn til Danmerkur í kjölfarið.

Sérfræðingar veltu vöngum yfir hvað lægi að baki þessari hugmynd Trump og voru margar tilgátur á lofti. Nú hefur John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, svipt hulunni af hugsuninni á bak við þetta tilboð. Það gerði hann nýlega í samtali við The Times.

Bolton segir að þetta hafi verið hluti af taktískri áætlun Bandaríkjamanna sem hafi áhyggjur af að Kínverjar reyni að kaupa sig til áhrifa á norðurslóðum. Það sé liður í áætlunum Kínverja um að seilast til áhrifa víða um heim. Þetta sé kallað „dollar-diplomaticy“ þar sem Kínverjar moka peningum inn í skuldsett smáríki sem þeir geta síðan stjórnað. Þetta hafi þeir gert víða í Kyrrahafinu og reyni nú fyrir sér á mikilvægum svæðum eins og til dæmis Grænlandi.

Kaupin á Grænlandi áttu að hræða Kínverja frá því að reyna að seilast til áhrifa á norðurslóðum að sögn Bolton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti