fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Segja skjöl sýna að Kínverjar hafi leynt mikilvægum upplýsingum um kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO hafa hrósað Kínverjum opinberlega fyrir viðbrögð þeirra við kórónuveirufaraldrinum en samtímis var mikil óánægja innan stofnunarinnar með skort á upplýsingum frá Kínverjum.

Á fréttamannafundi í höfuðstöðvum WHO í Genf þann 22. janúar sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að Kínverjar hefðu brugðist við á mjög öflugan hátt.

„Aðgerðirnar munu draga úr líkunum á að faraldurinn dreifist út um heiminn.“

Þetta var í takt við það sem WHO sagði á þessum tíma en skjöl frá stofnuninni sýna að ekki var allt eins gott og sagt var. AP skýrir frá þessu en fréttastofan hefur komist yfir umrædd skjöl. Í þeim kemur fram að Kínverjar hafi á meðvitaðan hátt beðið í eina viku eftir að opinbera erfðafræðilega uppbyggingu veirunnar. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir að þrjár rannsóknarstofur hefðu þá þegar kortlagt erfðafræðilega uppbyggingu veirunnar. Ástæðan fyrir þessu var strangt eftirlit með upplýsingum og mikil samkeppni innan kínverskra heilbrigðisyfirvalda.

Kínversk yfirvöld birtu upplýsingarnar ekki fyrr en ein rannsóknarstofan hafði birt þær á vefsíðu þann 11. janúar en yfirvöld biðu í tvær vikur með að veita WHO nákvæmar upplýsingar. Þetta kemur fram á upptökum af fundum hjá WHO. Á einum fundinum kom fram að WHO hefði aðeins úr lágmarksupplýsingum að moða sem væru augljóslega ekki nægar til að hægt væri að skipuleggja viðbrögð. Þetta sagði Maria van Kerkhove, farsóttarfræðingur og yfirmaður baráttunnar gegn COVID-19.

„Við erum nú á því stigi að þeir veita okkur upplýsingar 15 mínútum áður en þær birtast í CCTV.“

Sagði Gauden Galea, fulltrúi WHO í Kína, á öðrum fundi. CCTV er fréttastöðin China Central Television.

Erfið staða WHO

Þessar upplýsingar koma fram í dagsljósið á tíma sem WHO á þegar í mikilli varnarbaráttu. Aðildarríki stofnunarinnar hafa sammælst um að óháð mat verði gert á viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur einnig gagnrýnt WHO og kínversk stjórnvöld harðlega og í síðustu viku tilkynnti hann að Bandaríkin myndu hætta að styðja fjárhagslega við WHO sem hann segir að sé nánast í vasa Kínverja. Hann hefur einnig sakað Kínverja um að hafa leynt upplýsingum um veiruna þegar hún fór af stað.

Xi Jinping, forseti Kína, hefur varið viðbrögð landsins við faraldrinum. Á ársfundi WHO í síðasta mánuði sagði hann að Kínverjar muni deila hugsanlegu bóluefni gegn veirunni með heimsbyggðinni um leið og það er tilbúið.

„Kínverjar hafa verið opnir, viðhaft gagnsæi og tekið ábyrga afstöðu. Landið hefur deilt upplýsingum um veiruna á réttum tíma.“

Sagði Xi á fundinum.

Talsmenn WHO hafa ekki viljað tjá sig um gögn AP og það hafa kínversk yfirvöld ekki heldur viljað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest