fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Myndbandsupptaka er afgerandi sönnunargagn í máli Tom Hagen

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 05:51

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen var látinn laus úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn eftir að Hæstiréttur Noregs komst að þeirri niðurstöðu að gögn lögreglunnar væru ekki nægilega góð til þess að stætt væri á að halda Hagen í gæsluvarðhaldi. Hagen hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um aðild að hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf í október 2018. Á fimmtudaginn var þrítugur Norðmaður, sem er sagður sérfræðingur í rafmyntum og tengist Tom Hagen, handtekinn vegna málsins. Honum var sleppt á föstudaginn en hann er grunaður um aðild að málinu.

VG segir að upptaka úr eftirlitsmyndavél sé aðalástæðan fyrir að gæsluvarðhaldskröfunni yfir Tom Hagen var hafnað af Hæstarétti. Segir miðillinn að á upptökunni sjáist þegar bíl Tom Hagen er ekið að vinnustað hans þann 31. október 2018 og sé þessi upptaka afgerandi í rannsókn málsins. Ef það er Tom Hagen sem er í bílnum er ljóst að hann var ekki heima þegar Anne-Elisabeth hvarf segir VG.

Í gær kom fram í norskum fjölmiðlum að Tom Hagen hefði hitt hinn þrítuga rafmyntasérfræðing að minnsta kosti tíu sinnum áður en Anne-Elisabeth hvarf. Fundir þeirra eru sagðir hafa snúist um fyrirtækjarekstur tengdum rafmyntum. Þeir eru sagðir hafa hist að minnsta kosti einu sinni á vinnustað Hagen.

Kunnátta unga mannsins á sviði rafmynta er athyglisverð að mati lögreglunnar því í bréfi, sem var skilið eftir á heimili Hagen-hjónanna, var sett fram lausnargjaldskrafa og átti að greiða lausnargjaldið með rafmynt. VG segir að maðurinn hafi skrifað um órekjanlegar rafmyntafærslur í tengslum við glæpastarfsemi á spjallvef. Meðal annars er hann sagður hafa komið inn á mannrán í skrifum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið