fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Fjölskylda Tom Hagen telur hann saklausan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 21:30

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var norski milljarðamæringurinn Tom Hagen handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi og jafnvel morði á eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, sem hefur verið saknað síðan í október 2018. Hann neitar sök en hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Í dag var Ståle Kihle tilnefndur sem lögmaður barna þeirra hjóna. Í samtali við TV2 sagði hann að börnin væru sannfærð um að faðir þeirra sé saklaus og séu þau öll þrjú sammála um það. Hann sagði að málið hafi haft mikil áhrif á þau síðan móðir þeirra hvarf og ekki hafi handtakan í gær og grunurinn um að faðir þeirra hafi staðið að baki hvarfi móður þeirra bætt úr skák.

Þegar Tom Hagen var úrskurðaður í gæsluvarðhald lagði lögreglan ýmis skjöl fram sem lögreglan telur sýna að hann tengist hvarfi eiginkonunnar. Skjölin eru svo leynileg að hann varð að yfirgefa dómssalinn þegar þau voru lögð fram.

Verjandi hans, Svein Holden, segir gögn lögreglunnar vera veik og gæsluvarðhaldsúrskurðinn kveðinn upp á veikum grunni. Hann hefur verið kærður til æðra dómsstigs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca