fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Hún sagði tvö orð í apótekinu – Það varð henni til bjargar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 05:59

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var karlmaður handtekinn í apóteki í Nancy í Frakklandi. Skömmu áður hafði eiginkona hans gengið inn í apótekið og sagt tvö orð sem á íslensku útleggjast: „Gríma 19.“ Það varð henni til bjargar.

COVID-19 faraldurinn hefur margvísleg áhrif um allan heim og ein þeirra er að margir eru nánast innilokaðir með mökum sínum öllum stundum. Þetta kemur sér auðvitað sérstaklega illa fyrir þá sem búa með maka sem beitir þá ofbeldi. Af þessum sökum hafa frönsk yfirvöld, að spænskri fyrirmynd, hvatt fórnarlömb heimilisofbeldis til að nota leyniorðin „Gríma 19“ í apótekum. Ef starfsfólk apóteka heyrir þessi orð á það, án þess að vekja athygli, að hafa samband við lögreglu og tilkynna um manneskju sem sé í mikilli hættu.

Samkvæmt frétt CNN var konan í Nancy fyrsti Frakkinn sem notaði leyniorðin tvö.

Margar rannsóknir hafa sýnt að atburðir, sem valda miklu álagi á fólk, geti valdið auknu heimilisofbeldi. Þetta hefur til dæmis sýnt sig við náttúruhamfarir, í fjármálakreppunni 2008 og þegar úrslitakeppnir í knattspyrnu fara fram.

Í kjölfar þess að Frakklandi var nær algjörlega lokað þann 17. mars hefur tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi fjölgað mikið. Samkvæmt frétt Le Parisien er aukningin 36 prósent.

Franska ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða fyrir 200.000 gistinætur á hótelum fyrir fórnarlömb heimilisofbeldi. Auk þess hafa hjálparmiðstöðvar verið opnaðar í 20 stórmörkuðum víða um landið þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis geta leitað aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf