Hann sagðist hafa heyrt að hákörlum sé illa við að vera kýldir í nefið eða augun.
„Ég öskraði því á hann að hunskast á brott og ætlaði síðan að kýla hann í augað en hitti ekki. Ég kreppti hnefann þá aftur og öskraði aftur á hann og kýldi hann beint í augað. Þetta er ansi stórt auga, eins og þrír hnúar, augað virtist horfa upp. Á milli högganna japlaði hann aðeins meira á brimbrettinu en sleppti síðan takinu og synti á brott en sló mig með sporðinum um leið.“
Sagði Minogue þegar hann lýsti atburðarásinni.
Auk hans var aðeins þýskur brimbrettamaður í sjónum þegar þetta gerðist. Sá heyrði öskrin og flýtti sér þá eins og Minogue að róa í land. Minogue sagði að um gráleitan hákarl hafi verið að ræða og hafi hann verið hvítur að neðanverðu, líklegast hvíthákarl. Höfuðið hafi verið stórt og kjálkarnir einnig.
Sérfræðingar segja að bitförin á brimbrettinu og lýsing Minogue bendi til að um stóran hvíthákarl hafi verið að ræða.
Minogue slapp að mestu ómeiddur frá árásinni, hlaut skurð á handlegg þar sem tennur hákarlsins fóru í gegnum blautbúninginn sem hann var í.
„Ég er enn með handlegg og fingur, þetta hefði getað farið miklu verr.“
Sagði hann.