fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 19:00

Hamad Bin Khalifa Civilization Center moskan í Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að moskunni í Rovsingsgade í Kaupmannahöfn verði lokað en það er stærsta moskan í Danmörku og sú fyrsta sem fékk titilinn stórmoska. Ástæðan fyrir yfirvofandi lokun er óreiða í fjármálum og afskipti Hizb ut-Tahrir samtakanna af starfsemi moskunnar.

Kristeligt Dagblad skýrir frá þessu og byggir á rannsóknargrein eftir Lene Kühle sem er einn fremsti sérfræðingur Danmerkur í rannsóknum á moskum.

Þegar moskan, sem heitir Hamad Bin Khalifa Civilization Center, var opnuð 2014 stóð hún styrkum fótum fjárhagslega. En nú er staðan önnur, innri átök og svo slæm fjárhagslega staða að ekki er annað að sjá en moskan rambi á barmi gjaldþrots segir Kühle í grein sinni. Hún byggir hana á rannsóknum og skjölum sem hún fékk aðgang að á grunni upplýsingalaga. Í niðurstöðu sinni segir hún að moskan eigi við mikil fjárhagsvandræði að etja þrátt fyrir að hafa fengið mikið fé frá Katar og Kúveit.

Í upphafi fékk moskan sem svarar til um 2,6 milljarða íslenskra króna frá yfirvöldum í Katar og ýmsum samtökun. Síðan bárust meiri peningar frá þessum aðilum en svo virðist sem þeir hafi hætt að koma á einhverjum tímapunkti en ekki er ljóst hvenær það gerðist.

Þá eru deilur innan moskunnar á milli ólíkra fylkinga. Talað er um að Hizb ut-Tahrir eða önnur álíka samtök séu að reyna að taka stjórn hennar yfir. Samtökin eru harðlínusamtök sem stefna á að koma upp múslimsku kalífadæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju