fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Dularfullar framkvæmdir Kínverja vekja áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 16:20

Loftmynd af Dara Sakor. Mynd:Copernicus Open Access Hub

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Dara Sakor alþjóðaflugvöllurinn verður tilbúinn mun hann ráða yfir lengstu flugbrautunum í Kambódíu. En það vekur áhyggjur margra að það eru Kínverjar sem standa að verkefninu og að flugvöllurinn er í frumskógi. Á honum verður einnig snúningsplan eins og flugmenn orustuþota vilja nota.

Ekki langt frá flugvellinum er verið að gera höfn þar sem stór herskip munu geta lagst að. Kínverska fyrirtækið, sem stendur fyrir þessari uppbyggingu, segir að bæði flugvöllurinn og höfnin verði til almennra nota og séu ekki gerð fyrir herinn.

En samt sem áður hafa margir áhyggjur og bent hefur verið á að stærð verkefnisins sé slík að vandséð sé að þetta sé eingöngu til borgaralegra nota. Því hefur verið velt upp hvort verið sé að reisa kínverska herstöð í Kambódíu.

Samningur kínverska fyrirtækisins tryggir því yfirráð yfir 20% af strandlengju Kambódíu næstu 99 árin.

Hernaðarsérfræðingar segja að snúningsplönin á flugvellinum séu of lítil fyrir almennar farþegaflugvélar en henti vel fyrir orustuþotur. 3.400 metra löng flugbraut er einnig sögð miklu lengri en farþegaflugvélar þurfa til að lenda eða taka á loft frá. Fáir búa á þessu svæði og lítill iðnaður er þar. Því finnst mörgum vandséð að uppbyggingin þjóni borgaralegum tilgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“