fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Milljarðamæringur gefur peninga á Twitter

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú með nýstárlega samfélagslega tilraun í gangi. Hann ætlar að gefa 1.000 manns einn milljarð jena, sem svarar til um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Það eina sem fólkið þarf að gera er að endurtísta Twitterfærslu hans.

CNN skýrir frá þessu. Vinningshafarnir verða síðan dregnir úr hópi þeirra sem endurtístu færslu hans. Hver þeirra fær síðan sem svarar til 1,1 milljónar íslenskra króna. En auk þess að endurtísta færslunni þurfa vinnigshafarnir að leysa ákveðið verkefni.

Starfsfólk Maezava mun hafa samband við fólkið og spyrja það hvernig það hyggst eyða peningunum. Það eru engar takmarkanir á hvað má nota þá í en verkefnið gengur út á að sjá í hvað fólk eyðir peningunum.

Það er þó of seint fyrir áhugasama að taka þátt í leiknum að þessu sinni því fresturinn til að endurtísta færslunni var 7. janúar. CNN segir að um fjórar milljónir hafi náð að endurtísta því áður en fresturinn rann út.

Vinningshafarnir fá skilaboð frá Maezawa í pósthólf sitt hjá Twitter.

Maezawa gerði samskonar tilraun á síðasta ári en þá deildi hann „aðeins“ 100 milljónum jena út. Hann sló þá met á Twitter hvað varðar flest endurtíst en þá endurtístu tæplega 4,7 milljónir notenda tísti hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“