fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Eldur kom upp í konu á skurðarborðinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 07:02

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmensk kona lést nýlega af völdum brunasára sem hún hlaut á 40% líkamans þegar kviknaði í henni þar sem hún lá á skurðarborði á sjúkrahúsi í Rúmeníu. Konan átti að gangast undir aðgerð á brisi þegar skurðlæknar kveiktu óvart í henni í miðri aðgerðinni.

Þeir notuðu rafmagnssög við vinnu sína en gættu ekki að því að dauðhreinsunarvökvi, sem konan hafði verið þrifin með, innihélt alkóhól. Þegar rafmagnssögin komst í snertingu við vökvann kviknaði í konunni. Rúmenski stjórnmálamaðurinn Emanuel Ungureanu fjallaði um þetta á Facebook og sagði að konan hefði „logað eins og kyndill“.

Hjúkrunarfræðingur brást skjótt við og hellti vatni yfir konuna til að slökkva eldinn en það dugði þó ekki til að bjarga lífi hennar.

Heilbrigðisyfirvöld eru nú að rannsaka málið en þetta gerðist þann 22. desember.

BBC segir að fjölskyldu konunnar hafi aðeins verið tilkynnt að hún hafi látist af slysförum og hafi ekki komst að hinu sanna fyrr en fjallað var um málið í sjónvarpsfréttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því