Þeir notuðu rafmagnssög við vinnu sína en gættu ekki að því að dauðhreinsunarvökvi, sem konan hafði verið þrifin með, innihélt alkóhól. Þegar rafmagnssögin komst í snertingu við vökvann kviknaði í konunni. Rúmenski stjórnmálamaðurinn Emanuel Ungureanu fjallaði um þetta á Facebook og sagði að konan hefði „logað eins og kyndill“.
Hjúkrunarfræðingur brást skjótt við og hellti vatni yfir konuna til að slökkva eldinn en það dugði þó ekki til að bjarga lífi hennar.
Heilbrigðisyfirvöld eru nú að rannsaka málið en þetta gerðist þann 22. desember.
BBC segir að fjölskyldu konunnar hafi aðeins verið tilkynnt að hún hafi látist af slysförum og hafi ekki komst að hinu sanna fyrr en fjallað var um málið í sjónvarpsfréttum.