fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Ekki gera þetta í flugvél – Farþegarnir munu hata þig ef þú gerir þetta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 19:00

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að þær séu litlar og láti ekki mikið yfir sér þá eru margir sem hata þær eins og pestina og þá sérstaklega ef þær tilheyra öðrum en þeim sjálfum. Hér er verið að ræða um tær, þær eru ekki allra. Sérstaklega ekki þegar fólk er í flugvélum.

British Airways kannaði 2017 meðal farþega sinna hvernig þeir töldu að fólk ætti að hegða sér í flugvélum. 1.500 farþegar voru spurðir. Þeir voru nær allir sammála um að fólk ætti að halda fótum sínum í sokkunum um borð í flugvélum. 87 prósent þeirra sögðu að það væri algjörlega „bannað“ að flagga tánum.

En það eru ekki allir sem láta þetta aftra sér frá að viðra tærnar um borð í flugvélum. Þetta veit Jessie Char því hún upplifði þetta á eigin skinni þegar hún flaug frá Long Beach til San Francisco.

„Ég flaug heim til San Francisco og var mjög ánægð þegar ég uppgötvaði að ég hefði alla sætaröðina útaf fyrir mig. Nokkrum mínútum síðar heyrði ég sætisarm detta niður. Ég kíkti og hélt að skrúfa hefði losnað en sá þá fót koma í ljós.“

Sagði hún í samtali við NBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá