fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Dómsdags loftsteinninn Bennu eykur hraðann – Lendir hugsanlega í árekstri við jörðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 17:30

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinnin Bennu er á lista bandarísku geimferðastofnunarinnar yfir loftsteina sem hugsanlega geta lent í árekstri við jörðina. Hann er enginn smásmíði því hann er um 510 metrar að lengd eða á stærð við Sears Tower í Chicago. Stjörnufræðingar segja að Bennu auki nú hraða sinn.

Bennu ferðast um geiminn á um 100.000 km/klst.  Hann snýst um sjálfan sig og tekur einn snúningur 4,3 klukkustundir. Vísindamenn hjá NASA segja að snúningshraði Bennu aukist nú um 1 sekúndu á hverjum 100 árum. Loftsteinninn er því einni sekúndu fljótari að snúast um sjálfan sig en fyrir 100 árum.

Þetta virðist ekki ýkja merkilegt en á löngum tíma getur þetta haft miklar afleiðingar. Eftir því sem snúningshraðinn eykst gætu hlutar Bennu losnað af honum eða hann jafnvel sprungið í loft upp.

Vísindamenn telja líkurnar á að Bennu lendi í árekstri við jörðina á milli 2175 og 2199 vera 1 á móti 2.700. Sem sagt ekki miklar líkur en samt sem áður eru þær fyrir hendi. Ef hann rekst á jörðina er áætlað að sprengikrafturinn væri 1.200 megatonn en það jafnast á við 80.000 kjarnorkusprengjur eins og varpað var á Hiroshima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því