fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

„Af hverju deyrðu ekki?“ Æpandi faðir og öskrandi barn – Lögreglan send í skyndingu á vettvang

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 07:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfingu lostinn nágranni hringdi í lögregluna eftir að hafa heyrt mikil öskur berast frá húsi einu.  Meðal annars heyrði hann öskrað: „Af hverju deyrðu ekki?“ Samtímis heyrðist lítið barn gráta. Lögreglan brást að vonum við þessari tilkynningu og voru sex lögreglumenn strax sendir á vettvang.

Það var hús í Wanneroo nærri Perth í Ástralíu sem hljóðin bárust nýlega frá. Daily Mail skýrir frá þessu. Lögreglumenn umkringdu húsið og síðan hófust aðgerðir þeirra. Þeir náðu strax sambandi við húsráðandann og létti mjög þegar skýring fékkst á öskrunum og látunum. Málið var allt mun sakleysislegra en leit út fyrir í upphafi.

Það var húsbóndinn sem hafði öskrað en öskrin voru vegna köngulóar sem hafði komið gangandi inn í sjónsvið hans á meðan hann sat og borðaði morgunmat. Maðurinn þjáist af gríðarlegri hræðslu við köngulær og því upphófust mikil öskur og læti á meðan hann reyndi að drepa kvikindið. Barnið öskraði einnig af hræðslu við dýrið ógurlega.

Lögreglan tísti um þetta „öðruvísi“ mál undir fyrirsögninni: „Aldrei leiðinlegt hjá lögreglunni“. Þar kemur fram að enginn hafi meiðst en köngulóin hafi verið úrskurðuð dauð á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós