fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Óveður í Skandinavíu – 80.000 heimili án rafmagns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óveður gengur nú yfir Danmörku og Svíþjóð með tilheyrandi truflunum á daglegu lífi fólks. Eyrarsundsbrúin og Stórabeltisbrúin eru lokaðar fyrir allri umferð vegna mikils vinds. Í Svíþjóð eru um 80.000 heimili án rafmagns. Ferjusiglingar liggja niðri og lestarsamgöngur liggja víða niðri.

Sænska vegagerðin ráðleggur fólki að halda sig heima við nema brýna nauðsyn beri til að fara út. Vindhraðinn mældist allt að 34,9 metrar á sekúndu í Svíþjóð í gærkvöldi en fellibylsstyrkur er 32 metrar á sekúndu. Í nótt mældist vindhraðinn enn meiri eða 38,5 metrar á sekúndu.

Eyrarsundsbrúnni var lokað klukkan 3 í nótt og verður lokuð til klukkan 7 hið minnsta.

Reikna má með samgöngutruflunum fram eftir degi vegna veðurs og trjágróðurs sem hefur fokið og lent á vegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri