fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Hani varð konu að bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 18:30

Hani á vappi. Hann tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

76 ára kona frá suðurhluta Ástralíu lést nýlega þegar hani hennar réðst á hana þegar hún var að safna eggjum í hænsakofanum sínum. Haninn goggaði í hana og gerði gat á æðahnút sem orsakaði mikla blæðingu sem ekki var hægt að stöðva.

News.com.au skýrir frá þessu. Fram kemur að margir áverkar hafi verið á líkinu en það hafi verið fyrrnefnd blæðing sem varð henni að bana. Áströlsk yfirvöld hafa nú í kjölfar málsins varað fólk við hættum sem geta stafað af dýrum sem virðast vera meinlaus með öllu.

Roger Byard, prófessor í réttarmeinafræði við háskólann í Adelaide, segir að málið sýni hversu viðkvæmt eldra fólk, sem er með æðahnúta, sé fyrir jafnvel bara einu höggu frá hana. Hann sagði sjaldgæft að hanar verði fólki að bana en það geti gerst að lítil dýr verði fólki að bana.

Hann hefur einnig komið að tveimur öðrum málum þar sem hanar urðu fólki að bana. Í öðru málinu var það 16 mánaða stúlka sem lést eftir að hani réðst á vinstri hlið líkama hennar en út frá árásinni myndaðist æðagúlpur í höfði hennar. Í hinu málinu lést tveggja ára drengur af áverkum sínum eftir að hani hafði ítrekað látið gogginn vaða í hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi