fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Bílaljóskan mokar inn peningum með því að aka dýrum bílum og segja frá því á samfélagsmiðlum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 07:00

Ætli hún skemmti sér betur? Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin ástralska Alex Hirschi fór til Dubai fyrir áratug fékk hún að prufukeyra marga bíla á borð við Bentley, McLaren og Ferrari. Eigendur bílanna þekktu til hennar því hún var vinsæl útvarpsstjarna í Ástralíu. Það má segja að Alex, sem þá var 23 ára, hafi komist á bragðið með að aka lúxusbílum og sagði hún starfi sínu sem þáttastjórnandi og blaðamaður upp og hóf sinn eigin feril.

Hún hefur síðan framfleytt sér með því að fá að reynsluaka rándýrum lúxusbílum og fjalla um þá á samfélagsmiðlum. Hún notar bæði Instagram og YouTube og gengur undir nafninu Supercar Blondie (Ofurbíla ljóskan). Fylgjendur hennar geta þar fylgst með henni og séð rándýra bíla sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um að komast í nærvígi við.

Samkvæmt frétt Mirror gengur þetta vel hjá Hirschi og lifir hún af þessu í dag. Haft er eftir henni að í fyrstu hafi þetta verið töluverður barningur og erfitt hafi verið að fá bíla lánaða til akstur og það sé það stundum enn. Stundum taki nokkra mánuði að ganga frá málum áður en hún fær að aka bílunum.

Hún vinnur að þessu ásamt eiginmanni sínum, Nick, sem skipuleggur margar ferðir hennar og sér síðan um myndatökur.

Hirsch er með 3,5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og bíða margir spenntir eftir nýjum færslum frá henni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?