fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Umdeild tillaga – Vilja grafa fólk við hraðbrautir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 21:00

M5 hraðbrautin í Englandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ári hverju látast á milli 500.000 og 600.000 manns í Bretlandi. Nú er svo komið að breskir kirkjugarðar eru að verða fullir og því þarf að huga að nýjum stöðum til að grafa fólk. Fjölbreyttar og misgóðar tillögur hafa komið fram um hvernig sé hægt að finna öllu þessu fólki góða hvílustaði. Ein umdeildasta tillagan gengur út á að jarðsetja fólk meðfram hraðbrautum landsins.

The Guardian skýrir frá þessu. Með þessu á að vera hægt að hafa jákvæð áhrif á loftslagið því gróðursetja á tré um leið og fólk verður jarðsett. Það myndi þýða að hálf milljón trjá yrði gróðursett við hraðbrautir landsins árlega.

Tillagan er komin frá samtökum sem vinna að betri lífskjörum fólks um allan heim. En hún er umdeild og eiga frekari umræður örugglega eftir að fara fram um hana.

Sérfræðingar segja að líkbrennsla leysi ekki vandann því hún sé skaðleg fyrir umhverfið. Auk þess má ekki brenna fólk samkvæmt sumum trúarbrögðum.

Í Bandaríkjunum er nýjasta tískan að nota lík til moltugerðar. Þá er líkunum komið fyrir í endurnýtanlegum málmkistum ásamt efnum sem hraða niðurbroti líkamans. Eftir aðeins 30 daga á að vera hægt að gera mold úr líkunum. Stóra spurningin er því hvort Bretar muni horfa til þessarar aðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir