fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Kínversk börn eru tekin frá foreldrum sínum til að „fjarlægja öfgahugsanir“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 18:00

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Í Xinjiang-héraðinu í vesturhluta Kína eru börn múslímskra foreldra tekin af þeim og komið fyrir í lokuðum ríkisskólum. Þar dvelja þau bak við þykka veggi, rafmagnsgirðingar og undir árvökulum augum eftirlitsmyndavéla. Í þessum skólum er börnunum kennt að elska föðurlandið og fylgja þeim línum sem kommúnistaflokkurinn leggur.

Börnin eiga það öll sameiginlegt að tilheyra hópum múslímskra minnihlutahópa. Skólar sem þessir, sem einnig eru nefndir endurmenntunarbúðir, byrjuðu að spretta upp af krafti fyrir nokkrum árum. Þar fá börnin fulla umönnun eða umönnun að hluta í boði ríkisins.

Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins. Fram kemur að héraðsstjórnin í Xinjiang, sem er sjálfsstjórnarhérað, kalli skólana stofnanir sem berjist gegn íslamskri öfgahyggju. Þeim er einnig lýst sem skólum sem hjálpa til við að viðhalda félagslegu jafnvægi og friði en í því felst að skólarnir koma í stað foreldra. Samkvæmt fréttum margra kínverskra ríkisfjölmiðla hefur hryðjuverkum í héraðinu fækkað til muna eftir að skólar sem þessir voru settir á laggirnar.

Í skólunum eru börnunum kennd kínversk lög og reglur til að koma huga þeirra á rétta braut hefur BBC eftir Buayxiam Obliz, sem starfar í ríkisskólanum Moyu. Hún sagði að múslímsku börnin hefðu orðið fyrir áhrifum öfgatrúar og markmiðið sé að losa þau undan þessum áhrifum.

Fréttamenn BBC ræddu við nokkur börn og ungmenni sem búa í Moyu. Eitt þeirra sagði að hann hefði ákveðið að búa í skólanum af fúsum og frjálsum vilja því hann hafi ekki vitað mikið um kínverska löggjöf.

„Ég var líka undir áhrifum öfgahyggju og hryðjuverka. Dag einn sagði lögreglumaður mér að ég ætti að skrá mig í ríkisskólann til að breyta hugsunarhætti mínum.“

Sagði pilturinn undir árvökulum augum og eyrum fulltrúa kínverskra stjórnvalda sem fylgdu fréttamönnum BBC. Í þessum hluta Kína fá fréttamenn ekki að fara einir um, fulltrúar stjórnvalda fylgja þeim við hvert fótspor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?