fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ótrúleg sóun í Frakklandi: Óseldar vörur fyrir tugi milljarða fara beint á ruslahaugana

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 7. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að fyrirtæki í Frakklandi hendi vörum fyrir sem nemur rúmum hundrað milljörðum króna. Þetta eru að stærstum hluta föt sem enda á ruslahaugunum. Nú ætla Frakkar að spyrna við fótum og banna sóun af þessu tagi, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times.

Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, segir að þetta gangi gegn öllu því sem Frakkar vilja standa fyrir. Verði Philippe að ósk sinni verður það refsivert að fleygja nothæfum vörum. Er hér átt við aðrar vörur en matvörur, til dæmis föt, raftæki og snyrtivörur. Frumvarpið kemur til meðferðar franska þingsins í júlímánuði.

Í frétt New York Times kemur fram að það verði skylda að endurnota, endurvinna eða gefa vörur sem ella hefðu endað á haugunum.

Fyrirtæki hafa talið hagsmunum sínum betur borgið að henda vörunum frekar en að selja þær á lægra verði. Hefur þetta verið stundað til að skapa pláss fyrir nýjar vörur í vöruhúsum fyrirtækja.

Nokkur fyrirtæki hafa verið gagnrýnd harðlega að undanförnu fyrir þessa iðju, til að mynda Amazon og lúxusvöruframleiðandinn Burberry. Í kjölfar gagnrýninnar tilkynnti Burberry að fyrirtækið myndi láta af þeirri iðju að brenna óseldan fatnað sem metinn er á hundruð milljóna króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?